Færslur: 2009 Október
31.10.2009 10:01
1217.Sóley KE-15 kemur úr Línuróðri 1975.
Sóley KE-15 sm.í Hafnarfirði 1972.Eik og fura.11 brl.98 ha Power Marine vél.Eig.Svavar Ingibergsson og Gunnlaugur Jóhannesson Keflavík,frá 21 mars 1972.frá 19.feb.1973 er skráður einn eig.Svavar Ingibergsson,Keflavík.1982 var sett í bátinn 108 ha.ford c.Power vél.báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 18 Júlí 1989.Mynd:Sigurgeir Jónsson
Skrifað af Sævari
26.10.2009 10:30
Farsæll GK og Sigurpáll GK.
Ál og stáll Farsæll og Sigurpáll tveir dragnótabátar við bryggju í Grindavík . mynd:ÞSG.
Skrifað af Sævari
25.10.2009 19:41
TF-LÍF.
Mynd tekin í maí 09 þegar Landhelgisgæslan kom í heimsókn um borð í Njál RE Mynd: Þóroddur Sævar Guðlaugsson.
Skrifað af Sævari
25.10.2009 06:11
2020 Suðurey VE-12.
2020 Suðurey VE-12 kemur inn til Vestmannaeyja skipið hét áður Þórunn Sveinsdóttir VE-401 sm á Akureyri 1991 Mynd:Jóhann Þórlindsson.
Skrifað af Sævari
23.10.2009 08:16
Grænlendingurinn Asummiut.
Þessi fór fram hjá okkur í dag þegar við vorum í Garðsjónum, hann var með stefnuna suður fyrir Garðskaga. Mynd:Þóroddur Sævar Guðlaugsson.
Skrifað af Sævari
18.10.2009 15:56
Hólmseinn GK-20 sökk við bryggju í Sandgerði.
Hólmsteinn GK 20 sökk við bryggju í Sandgerði nú seinnipartinn. Það atvikaðist þannig að Ásdís GK var að leggjast utaná Hólmstein en náði ekki að bakka og við áreksturinn kom leki að bátnum sem sökk að sögn sjónarvotta á u.m.þ.b. þremur mínútum.
Skrifað af Sævari
17.10.2009 09:35
186.Sigurvon AK-56.
Arinbjörn RE-18.sm.Í svíðþjóð 1946.Eik.102 brl.260 ha.Atlas vél Eig.Arinbjörn h/f,Reykjavík, frá 16 des.1955 var skráður eig.Skuldaskilasjóður útvegsmanna,Reykjavík,1956 var sett í skipið 360 ha.Lister vél.það var selt 14 jan.1956 fiskiveri h/f,Akranesi skipið hét Sigurvon AK-56.það var talið ónýtt 1967.Þegar þessi mynd er tekin er báturinn að koma inn til Reykjavíkur.
Skrifað af Sævari
16.10.2009 22:05
Úngur nemur gamal temur.
Þarna eru feðgarir Gissur Þór Grétarsson vélstjóri og Rúnar Gissurarsson kokkur en þeir eru á Njálli RE
Skrifað af Sævari
- 1
- 2
Flettingar í dag: 1190
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 1797
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 584561
Samtals gestir: 61020
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 16:35:00